Bjarndýrsútkall í Langadal

Málið var rannsakað og í ljós kom að meint bjarndýr …
Málið var rannsakað og í ljós kom að meint bjarndýr var hestur. mbl.is/Kristinn

Lögreglan á Blönduósi fór í ísbjarnarútkall skömmu eftir hádegi í dag. Ferðamaður hafði séð og myndað hvítt dýr með aðdráttarlinsu fremst í Langadal, þar sem Svartá rennur í Blöndu. „Það tók okkur 30 mínútur að staðfesta að þetta var ljós hestur," sagði varðstjóri lögreglunnar.

Ferðamaðurinn sá hestinn og myndaði af þjóðveginum og beið eftir lögreglu til að geta vísað á dýrið. Þegar myndin sem maðurinn tók var grandskoðuð og leit gerð á svæðinu var niðurstaðan sú að þetta væri ljós hestur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert