Björninn væntanlega rolla

AP

Jarðveg­ur er rak­ur þar sem talið var að hvíta­björn hafi haldið sig við Bjarna­fell á Skaga og sáust greini­leg spor eft­ir sauðfé þar . Er það mat lög­reglu að bjarn­dýr hafi ekki getað farið um svæðið án þess að slíkt myndi sjást á jarðvegi á vett­vangi. Við svo búið tel­ur lög­regla að ekki sé ástæða til áfram­hald­andi leit­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Mik­il leit hef­ur verið gerð úr lofti frá því á sunnu­dags­kvöld án þess að bjarn­ar hafi verið vart. Í gær­kvöld fóru lög­regla, björg­un­ar­sveit­ar­menn og skytt­ur á það svæði sem til­kynn­andi taldi sig hafa séð dýrið.

Út frá mynd­um frá til­kynn­anda var hægt að finna ná­kvæma staðsetn­ingu. Við skoðun kom í ljós að eng­in um­merki voru eft­ir bjarn­dýr á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka