Harkalegri lending í fluginu en áður

Ljóst er að mikill samdráttur verður í flugi til og frá landinu í komandi vetraráætlun Icelandair og fyrir liggur að uppsagnir verða fleiri en áður á sama tíma í íslenskum flugrekstri eða um 300 manns.

Icelandair Group er móðurfélag 12 sjálfstæðra dótturfyrirtækja á sviði flug- og ferðaþjónustu. Hjá félaginu starfa um 3.700 manns og þar af um 1.000 hjá Icelandair.

Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. hefur tilkynnt Vinnumálastofnun að vegna fyrirsjáanlegs mikils samdráttar í flugi á komandi hausti hafi verið sagt upp 80 til 100 manns í 70 til 75 stöðugildum, en 490 manns starfa hjá fyrirtækinu. Annars vegar er um að ræða beinar uppsagnir og í sumum tilvikum minnka starfsmenn við sig starfshlutfall. Uppsagnirnar taka gildi 30. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert