Hvalaskoðun gagnrýnd í Chile

Lagt af stað hvalaskoðunarferð
Lagt af stað hvalaskoðunarferð mbl.is

Hvalaskoðun var talsvert til umræðu á sextugasti ársfundi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Santiago, Chile dagana 1.-13. júní 2008. Fram kemur á vef Hafrannsóknarstofnunar að  þessar umræður hafi mest snúist um hugsanleg neikvæð áhrif hvalaskoðunar á hvalastofna þar sem ýmsar rannsóknir benda til að hvalaskoðun geti haft truflandi áhrif á hegðun, útbreiðslu og jafnvel viðkomu hvalastofna.

Hvalaskoðunarnefnd ályktaði á fundinum að reynslan af leiðbeinandi vinnureglum um umgengni við hvali hafi víða verið slæm og lagasetningu þyrfti til að unnt væri að framfylgja slíkum reglum. 


Einnig kom fram á fundinum að niðurstöður flugtalninga á landgrunni Íslands sumarið 2007 sýni mun færri hrefnur en fyrri talningar (1987-2001) og að svo virðist sem þessi fækkun á landgrunninu tengist óvenjulegum aðstæðum í hafinu við Ísland á undanförnum árum, sem m.a. hefur lýst sér í breytingum á göngumynstri fisktegunda og lélegum varpárangri sjófugla. Líklegast sé því um að ræða tilfærslur í sumarútbreiðslu vegna fæðuskorts fremur en áhrif af hrefnuveiðunum, sem alls námu 207 dýrum á 5 árum 2003-2007, heldur er.

Á fundinum var einnig kynnt framvinduskýrsla um rannsóknir Íslendinga á hrefnu sem hófust árið 2003. Kynnt var staða mismunandi þátta verkefnisins og frumniðurstöður rannsókna á fæðuvistfræði hrefnu. Þar kemur fram að mun meira hefur greinst af þorski og ýsu í hrefnumögum en áður var talið og má ætla að talsverð skörun sé milli fæðu hrefnu og fiskveiða við landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert