Eigandi hvolpsins sem urðaður var lifandi í hrauninu í Kúagerði og skilinn þar eftir hefur ekki stöðu grunaðs manns og fær hund sinn afhentan síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var framburður mannsins afar trúverðugur, og er hann ekki talinn hafa komið nálægt málinu.
Að sögn Helga Sigurðssonar, dýralæknis, er hvolpurinn á góðum batavegi og allar líkur á að hann nái sér að fullu.