Veitingaskip eru talin skip

Sigl­inga­stofn­un tel­ur að veit­inga- og safn­skip, sem bund­inn eru við bryggju eða eru var­an­legu lægi og eru opin al­menn­ingi, séu skip í notk­un. Þetta seg­ir í svari Sigl­inga­stofn­un­ar við fyr­ir­spurn Gísla Gísla­son­ar hafn­ar­stjóra.

Sam­kvæmt lög­um skuli hvert skip smíðað og búið á þann hátt að ör­yggi manns­lífa sé tryggt eins og kost­ur er með til­liti til þeirra verk­efna sem því er ætlað á hverj­um tíma. Öll skip sem notuð séu í at­vinnu­skyni, skuli sæta skoðun Sigl­inga­stofn­un­ar og í til­viki veit­inga- og safn­skipa, beri eig­end­um skips eða út­gerðar­manni að sjá til þess að lög­boðin skoðun fari fram á skip­inu. Þá seg­ir Sigl­inga­stofn­un að lög um veit­ingastaði, gisti­staði og skemmt­ana­hald, gildi m.a. um veit­ing­a­rekst­ur um borð í skip­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert