Siglingastofnun telur að veitinga- og safnskip, sem bundinn eru við bryggju eða eru varanlegu lægi og eru opin almenningi, séu skip í notkun. Þetta segir í svari Siglingastofnunar við fyrirspurn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra.
Samkvæmt lögum skuli hvert skip smíðað og búið á þann hátt að öryggi mannslífa sé tryggt eins og kostur er með tilliti til þeirra verkefna sem því er ætlað á hverjum tíma. Öll skip sem notuð séu í atvinnuskyni, skuli sæta skoðun Siglingastofnunar og í tilviki veitinga- og safnskipa, beri eigendum skips eða útgerðarmanni að sjá til þess að lögboðin skoðun fari fram á skipinu. Þá segir Siglingastofnun að lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, gildi m.a. um veitingarekstur um borð í skipum.