Borgin neitar sök á fiskidauða

Fiskidauðinn er ekki okkar sök segir borgin.
Fiskidauðinn er ekki okkar sök segir borgin. mbl.is/Árni Sæberg

Í sjónvarpsfréttum í gær var staðhæft að fiskur hafi drepist í Reynisvatni undanfarnar vikur vegna sprenginga við byggingaframkvæmdir við lengingu Reynisvatnsvegar á vegum Reykjavíkur borgar sem ber þessar fullyrðingar til baka.

Í tilkynningu frá Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar segir: „Framkvæmda- og eignasvið leitaði álits sérfræðings, dr. Skúla Skúlasonar, rektors Hólaskóla, og taldi hann af og frá að hægt væri að rekja dauða fiska til umræddra sprenginga í 2 – 300 metra fjarlægð."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert