Ekki á dagskrá að setja eftirlitsmyndavélar á þilför skipa

Mynda­vél­ar á þilför­um ís­lenskra fiski­skipa til þess að hafa eft­ir­lit með brott­kasti eru ekki í skoðun hjá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu, að sögn Ein­ars K. Guðfinns­son­ar sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Dönsk stjórn­völd hafa nú gert samn­ing við eig­end­ur nokk­urra fiski­skipa um slíkt eft­ir­lit.

Hug­mynd­in kom upp í tíð Árna M. Mat­hiesen sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að sögn að frum­væði LÍÚ. Hann lýsti þá yfir vilja til að setja sam­an starfs­hóp um málið und­ir for­ystu full­trúa LÍÚ en starfs­hóp­ur­inn var að sögn aldrei skipaður. Aðspurður seg­ir Árni málið hafa strandað á tækni­leg­um atriðum á sín­um tíma. Ekki tókst að ná not­hæfu merki um gervi­hnött frá mynda­vél­un­um, sér­stak­lega þegar veður var slæmt og öldu­gang­ur mik­ill. Til­raun­ir á veg­um Tækni­vals og Sam­herja fóru fram, en lyktaði með fyrr­greind­um hætti.

„Nei, þetta er ekki í skoðun af minni hálfu,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. „Ég er á því að sá brott­kastsvandi sem er til staðar verði leyst­ur með efna­hags­leg­um hvöt­um frek­ar en með eft­ir­liti. Eft­ir­litið er bráðnauðsyn­legt og þarf að vera til staðar en ég held að því séu tak­mörk sett hversu langt menn geta gengið í að auka eft­ir­lit á sjó.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert