Ekki á dagskrá að setja eftirlitsmyndavélar á þilför skipa

Myndavélar á þilförum íslenskra fiskiskipa til þess að hafa eftirlit með brottkasti eru ekki í skoðun hjá sjávarútvegsráðuneytinu, að sögn Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Dönsk stjórnvöld hafa nú gert samning við eigendur nokkurra fiskiskipa um slíkt eftirlit.

Hugmyndin kom upp í tíð Árna M. Mathiesen sem sjávarútvegsráðherra, að sögn að frumvæði LÍÚ. Hann lýsti þá yfir vilja til að setja saman starfshóp um málið undir forystu fulltrúa LÍÚ en starfshópurinn var að sögn aldrei skipaður. Aðspurður segir Árni málið hafa strandað á tæknilegum atriðum á sínum tíma. Ekki tókst að ná nothæfu merki um gervihnött frá myndavélunum, sérstaklega þegar veður var slæmt og öldugangur mikill. Tilraunir á vegum Tæknivals og Samherja fóru fram, en lyktaði með fyrrgreindum hætti.

„Nei, þetta er ekki í skoðun af minni hálfu,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Ég er á því að sá brottkastsvandi sem er til staðar verði leystur með efnahagslegum hvötum frekar en með eftirliti. Eftirlitið er bráðnauðsynlegt og þarf að vera til staðar en ég held að því séu takmörk sett hversu langt menn geta gengið í að auka eftirlit á sjó.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert