Sérverkefni í útlendingamálum unnin á Ísafirði

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði mbl.is/Brynjar Gauti

Lög­fræðing­ur hef­ur nú verið ráðinn til starfa hjá sýslu­mann­in­um á Ísaf­irði til að vinna að sér­verk­efn­um á sviði út­lend­inga­mála á veg­um dóms- og kirkju­málaráðuneyt­is­ins. Hann starfar und­ir stjórn og hand­leiðslu sýslu­manns. Verk­efnið er ótíma­bundið.

Lög­fræðing­ur­inn mun í upp­hafi fá starfsþjálf­un hjá Útlend­inga­stofn­un, sýslu­mann­in­um á Ísaf­irði og dóms- og kirkju­málaráðuneyt­inu en að því búnu starfa ein­vörðungu hjá sýslu­skrif­stof­unni á Ísaf­irði. Verk­efni þetta er liður í átaki stjórn­valda til styrkt­ar at­vinnu­lífi á Vest­fjörðum og hafa Hauk­ur Guðmunds­son, sett­ur for­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar og Krist­ín Völ­und­ar­dótt­ir, sýslumaður á Ísaf­irði, haft veg og vanda af und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd þess, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert