Sturla fær aðstoðarmann

Sig­ríður Fin­sen hef­ur tekið við starfi aðstoðar­manns Sturlu Böðvars­son­ar alþing­is­manns og for­seta Alþing­is. Starfstöð henn­ar er í Grund­arf­irði, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Sig­ríður hef­ur búið í Grund­arf­irði und­an­far­in 16 ár,  en er fædd og upp­al­in í Reykja­vík, lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1978, BAhon prófi í hag­fræði frá há­skól­an­um í York í Englandi og MSC prófi í borga- og byggðafræðum frá London School of Economics 1985.

Sig­ríður hef­ur setið  í bæj­ar­stjórn Grund­ar­fjarðar und­an­far­in 10 ár,  þar af sl. 8 ár sem for­seti  bæj­ar­stjórn­ar og er nú um þess­ar mund­ir formaður Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert