Álversyfirlýsing undirrituð

Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar, Alcoa og sveitarfélagsins Norðurþings um byggingu 250 þúsund tonna álvers á Bakka við Húsavík var framlengd í morgun.

Samskonar viljayfirlýsing frá 2006 rennur út nú í lok mánaðarins en með þessari undirritun í dag er gert ráð fyrir að álframleiðsla geti hafist eftir fjögur til sex ár eftir því hvernig gengur að afla orku með jarðvarma úr nágrenninu en lokaákvörðun verður ekki tekin fyrr en hagkvæmniathugunum lýkur í október á næsta ári.

Samhliða framlengingu á viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Alcoa og  
Norðurþings hefur verið unnið að framlengingu á viljayfirlýsingum  
Alcoa og Landsvirkjunar um raforkusölu og Alcoa og Landsnets um  
orkuflutning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka