Bændur víða langeygir eftir vætu

Heyskapur er víðast hvar um landið kominn vel af stað. Staðan er þó mismunandi eftir landssvæðum. Þannig eru bændur á Austurlandi almennt viku seinna á ferðinni með heyskap en í venjulegu árferði en sunnlenskir og norðlenskir bændur hafa margir lokið fyrri slætti. Í nokkrum tilvikum er útlit fyrir að bændur geti slegið þrisvar.

Þurrkur hefur víðast verið mjög góður, á vissum svæðum reyndar svo mikill að tún eru farin að brenna, sér í lagi á sendnum túnum (melatúnum) á Vesturlandi. Víða hafa bændur stigið regndans, eins og einn viðmælandi orðaði það, en miðað við veðurhorfur virðast ekki allir hafa verið bænheyrðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert