Flugumferðarstjórar á fundi hjá ríkissáttasemjara

Ríkissáttasemjari
Ríkissáttasemjari mbl.is/Golli

Samninganefnd Félags flugumferðarstjóra er á samningafundi hjá ríkissáttasemjara en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Að sögn Lofts Jóhannessonar, formanns Félags íslenskra flugumferðastjóra, er óvíst hve lengi fundurinn mun standa. Að öllu óbreyttu hefst verkfall flugumferðarstjóra í fyrramálið.

Að sögn Lofts Jóhannessonar, formanns Félags íslenskra flugumferðastjóra, snýst deilan ekki um launakjör, heldur um vinnufyrirkomulag. Flugumferðarstjórum hefur lengi gramist sú mikla yfirvinna sem þeir þurfa að vinna og vilja minnka hana með breyttu skipulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert