Frönsku herþoturnar fara af landi brott

Frönsku þoturnar, sem starfað hafa við lofteftirlit hér á landi frá 5. maí, halda af landi brott á morgun. Dvalartími þeirra var lengdur um viku að ósk Frakkanna sjálfra enda rúmaðist slíkt innan fjárhagsramma verkefnisins sem var um 100 milljónir króna.

Frakkarnir störfuðu í tvöfaldan hefðbundinn eftirlitstíma hér á landi en slíkt tíðkast þegar um fyrsta eftirlit er að ræða.

Auk venjulegra gæslustarfa nýttu þeir tímann hér á landi til æfinga og í eitt skipti flugu þeir upp á móti rússneskum herþotum, svonefndum Björnum, sem flugu inn á íslenskt loftvarnarsvæði.

Ekki þótti ástæða til að synja Frökkunum um bónina enda kostnaðaraukinn vegna vikunnar óverulegur og rúmaðist, líkt og áður sagði, innan fjárhagsramma verkefnisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert