Garðsláttur á ókristilegum tíma

Íbúi í Mosfellsbæ hringdi í lögregluna síðastliðna nótt og kvartaði undan hávaða frá garðsláttuvél. Þegar lögreglu bar að garði var þó allt dottið í dúnalogn, og virðist sem sláttumaðurinn hafi séð að sér, og verða því engin eftirmál vegna þessa, segir lögreglan.

Í fjórðu grein lögreglusamþykktar segir meðal annars að bannað sé að hafast nokkuð að sem valdi ónæði eða raski næturró manna, og biður lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fólk að hafa þetta hugfast.

Það er þó árviss viðburður að lögreglu berist tikynningar um garðslátt á ókristilegum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert