Samkomulags um Bakka vænst

Samkomulag iðnaðarráðuneytisins, Alcoa og sveitarfélagsins Norðurþings um áframhaldandi samstarf við undirbúning 250 þúsund tonna álvers á Bakka við Húsavík er langt á veg komið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður ritað undir samkomulagið í dag eða næstu daga. Skuldbinda þessir aðilar sig til að vinna áfram næstu mánuði að undirbúningi álversins, s.s. með rannsóknum á framkvæmdasvæði og orkukostum.

Hafa fulltrúar frá Alcoa verið á ferðinni fyrir norðan í vikunni og átt viðræður við heimamenn og kynnt sér mögulega orkuöflun. Hafa áform verið um að álverið fái raforku frá jarðvarmavirkjunum í Kröflu, Bjarnarflagi og Þeistareykjum.

Viljayfirlýsing stjórnvalda, heimamanna og Alcoa, sem undirrituð var í maí árið 2006, rennur út í lok þessa mánaðar en nýlega voru kynnt drög að áætlun um mat á umhverfisáhrifum fyrir álverið. Í þeirri skýrslu er gert ráð fyrir að álframleiðsla geti hafist á Bakka árin 2012 til 2014, allt eftir afhendingu orkunnar, og fullum afköstum verði náð 2015. Sjálft álverið mun skapa um 300 störf en talið er að á framkvæmdatímanum geti skapast þrjú til fjögur þúsund ársverk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert