Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 45 daga fangelsi, en frestað fullnustu refsingar til tveggja ára. Maðurinn braust inn í hraðfiskvinnslufyrirtæki í apríl sl. og stal þaðan harðfiski, rafmagnsvogum og fjármunum.
Upp úr krafsinu hafði maðurinn 55 þúsund krónur, tvær vogir og rúmlega 300 poka af harðfiski. Verðmæti fisksins voru um 270 þúsund krónur.
Maðurinn játaði brot sín skýlaust og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann hefur áður komist í kast við lögin, en í febrúar 2005 var hann sakfelldur fyrir þjófnaðarbrot