Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til leitar að manni sem hafði verið við veiðar á Arnarvatnsheiði. Maðurinn skilaði sér sjálfur í skála.
Í nótt barst lögreglu í Borgarnesi tilkynning frá manni sem staddur var í skála á Arnvarvatnsheiði um að félagi sinn væri týndur á heiðinni. Höfðu þeir verið saman á veiðum en orðið viðskila. Var hann farinn að óttast um félaga sinn og bað lögreglu um aðstoð við að finna manninn.
Lögreglan leitaði til Landhelgisgæslunnar og sendi hún þyrlu á svæðið. Maðurinn skilaði sér hins vegar sjálfur í skálann um hálf fjögur leytið þegar þyrlan var nýkomin. Amaði ekkert að honum.