Umhverfisráðuneytið furðar sig á ályktun Blaðamannafélagsins

Ísbjörninn á Hrauni
Ísbjörninn á Hrauni mbl.is/Skapti

Það sæt­ir furðu að stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands skuli álykta sér­stak­lega um mynda­tök­ur af hræi hvíta­bjarn­ar sem felld­ur var við bæ­inn Hraun á Skaga 17. júní sl. og saka um­hverf­is­ráðherra um rit­skoðun frétta. Þetta kem­ur fram í svari um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins við álykt­un sem stjórn Blaðamanna­fé­lags­ins sendi frá sér í gær.

„Frétta­menn á vett­vangi mynduðu hræ hvíta­bjarn­ar­ins að vild þegar lokið hafði verið við að taka sýni úr skepn­unni, lög­um og regl­um sam­kvæmt. Aðgang­ur að hræi skepn­unn­ar var því ekki tak­markaður eins og stjórn Blaðamanna­fé­lags­ins full­yrðir í álykt­un sinni held­ur öll­um op­inn þegar dýra­lækn­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar höfðu lokið sýna­töku. Mynda­tök­ur voru því ekki hindraðar eins og glöggt mátti sjá í fjöl­miðlum.

Um­hverf­is­ráðherra hef­ur ekki legið á þeirri skoðun sinni að mynd­ir sem sýna skot­menn standa sigri hrós­andi hjá bráð sinni, líkt og tekn­ar voru á Þver­ár­fjalli 3. júní sl., séu afar ógeðfelld­ar. En það breyti því ekki að aðgang­ur að hræi bjarn­dýrs­ins á Hrauni var ekki tak­markaður eft­ir að nauðsyn­leg­um sýna­tök­um og rann­sókn­um var lokið og óskilj­an­legt að stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands álykti með þess­um hætti í ljósi staðreynda máls.„

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert