Útboðsreglur brotnar á Egilsstöðum?

Framkvæmdir er hafnar við viðbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Útboð hefur ekki farið fram vegna hönnunar eða framkvæmda við bygginguna, en  heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður eitt þúsund og sex hundruð milljónir. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurglugginn.

Fasteignafélag í eigu bæjarins er framkvæmdaraðili verksins  en samkvæmt reglum Evrópska Efnahagssvæðisins er skylt að bjóða út framkvæmdir á vegum sveitarfélaga sem fara yfir 390 milljónir.

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að verkið sé ekki útboðsskylt. Hún fullyrðir í samtali við blaðamann Austurgluggans að  verklag bæjarins sé hafið yfir allan vafa og að það geri framkvæmdina 30% ódýrari en annars yrði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka