101 Skuggahverfi dæmt til að greiða bætur

Skuggahverfið.
Skuggahverfið.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 101 Skuggahverfi ehf. til að greiða tveimur íbúum, hjónum, 4,1 milljón króna vegna galla í íbúð þeirra. Einnig er fyrirtækinu gert að greiða hjónunum eina milljón króna í málskostnað, þ.m.t. hálfa milljón króna í matskostnað. 101 Skuggahverfi var þó sýknað að nokkrum liðum.

Stærsti hluti fjárhæðarinnar er vegna galla í gluggum íbúðarinnar, en þeim þarf öllum að skipta út. Ljóst þótti að gallar á rúðunum mætti rekja til neistaflugs frá slípirokki og er ryðpunkta að finna á þeim öllum.

Hins vegar þótti dóminum ekki sannað að gólfefni íbúðarinnar hafi skemmst vegna galla í gólflögnum. Þótti ljóst að ástæða þess að parket í íbúðinni losnaði frá gólfinu væri sú, að gólfið var ekki slípað og grunnað með viðeigandi grunni áður en parkið var límt niður á það. Á því bar fyrirtækið ekki ábyrgð, þar sem einungis átti að afhenda íbúðina með gólfið rykbundið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka