Átök innan fíkniefnaheimsins á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði tvö hópslagsmál í nótt og í …
Lögreglan á Akureyri stöðvaði tvö hópslagsmál í nótt og í gær. mbl.is/Július

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri fékk tvö út­köll í nótt og í gær­kvöldi vegna fjölda­slags­mála. Virðist sem aðilar inn­an fíkni­efna­heims­ins hafi verið í inn­byrðist átök­um. Lög­regl­an á Húsa­vík veitti aðstoð við að koma á friði. Einn var flutt­ur á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar en hann reynd­ist með óveru­lega áverka.

Það var um hálf tíu leytið í gær­kvöldi sem lög­regl­unni barst til­kynn­ing um slags­mál. Þegar hún kom á staðinn áttu sjö eða átta manns í  átök­um. Kom lög­regl­an á friði en var svo aft­ur kölluð til klukk­an hálf eitt og voru þá fimm eða sex manns í slags­mál­um. 

Ýmis vopn voru notuð í þess­um bar­dög­um svo sem golf­kylf­ur, axir og borðfæt­ur.

Lög­regl­an á Húsa­vík var ekki kölluð til en heyrði af slags­mál­un­um í tal­stöð og kom á staðinn til aðstoðar.

Tveir voru hand­tekn­ir vegna slags­mál­anna. Dúsa þeir í fanga­geymsl­um og bíða yf­ir­heyrslu. Lög­regl­an á Ak­ur­eyri tel­ur að aðilar inn­an fíkni­efna­heims­ins hafi verið að berj­ast inn­byrðis.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert