Bið eftir hjartaþræðingu styttist

Hjartaaðgerð á Landspítala.
Hjartaaðgerð á Landspítala. mbl.is/Golli

Biðlisti vegna hjartaþræðinga hef­ur styst veru­lega. Að sögn yf­ir­lækn­is á hjarta­deild Land­spít­ala má rekja það til nokkuð auk­inn­ar fjár­veit­ing­ar, sem hef­ur gert starfs­fólki kleift að gera fleiri þræðing­ar utan dag­vinnu­tíma og skipu­leggja bet­ur vinn­una á dag­tíma. Frá sama tíma í fyrra hef­ur sjúk­ling­um á þess­um biðlista fækkað út 235 í 184 og þeim sem beðið hafa 3 mánuði eða leng­ur hef­ur fækkað um helm­ing eða úr 119 í 61.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Land­læknisembætt­inu um biðlista eft­ir aðgerðum á sjúkra­hús­um hér á landi miðað við 1. júní. Aldrei áður hafa verið gefn­ar út töl­ur svo skömmu eft­ir viðmiðun­ar­dag­setn­ing­una. Þá telst einnig markvert að nú send­ir St. Jós­efs­spít­ali í Hafnar­f­irði töl­ur í fyrsta sinn. Skipt­ir það einkum máli fyr­ir tvær teg­und­ir biðlistaaðgerða, sem þar eru gerðar í tals­vert mikl­um mæli, ann­ars veg­ar aðgerðir á auga­steini, en hins veg­ar kven­sjúk­dómaaðgerðir, að því er seg­ir á vef Land­læknisembætt­is­ins.

Styttri bið eft­ir brjóstam­innk­un

Meðal annarra biðlista sem halda áfram að stytt­ast má nefna list­ann á háls-, nef- og eyrna­deild og lista lýta­lækn­inga­deild­ar vegna brjóstam­innk­un­araðgerða, en þar er í raun ekki um eig­in­leg­ar lýtaaðgerðir að ræða held­ur aðgerðir vegna mik­illa álags­ein­kenna sem kon­ur hafa af mjög stór­um brjóst­um.

Eins og áður bíður all­stór hóp­ur fólks eft­ir aðgerð vegna skýs á auga. Ný­lega gerði heil­brigðisráðherra samn­ing við augn­lækna­stof­ur um þess­ar aðgerðir, en áhrifa þess er varla farið að gæta á list­um sjúkra­hús­anna enn sem komið er.

Biðlisti eft­ir gerviliðaaðgerðum leng­ist

Eini biðlist­inn sem leng­ist svo nokkru nem­ur er vegna gerviliðaaðgerða á hnjám. Fjöldi þess­ara aðgerða eykst jafnt og þétt. Kem­ur þar einkum tvennt til. Ann­ars veg­ar verður fólk æ þyngra og því fylgja auk­in álags­ein­kenni í hnjám og hins veg­ar verða aðgerðirn­ar sí­fellt ör­ugg­ari þannig að breiðari ald­urs­hóp­ur fer í slík­ar aðgerðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert