Gengur gegn ríkisstyrkjareglum

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur kom­ist að þeirri bráðabirgðaniður­stöðu að starf­semi Íbúðalána­sjóðs í nú­ver­andi mynd gangi gegn rík­is­styrkja­regl­um EES-samn­ings­ins. ESA mun halda rann­sókn sinni áfram og m.a. kanna það sem kall­ast „nýr rík­is­styrk­ur“, eða stuðning­ur rík­is til Íbúðalána­sjóðs í formi und­anþágu frá greiðslu rík­is­ábyrgðar­gjalds sem hafi komið til eft­ir að EES-samn­ing­ur­inn tók gildi.

Í til­kynn­ingu ESA kem­ur fram að stofn­un­in muni fella niður rann­sókn sem hef­ur verið í gangi frá júní 2006 í kjöl­far þess að EFTA-dóm­stóll­inn ógilti fyrri úr­sk­urð stofn­un­ar­inn­ar, og halda rann­sókn sinni áfram und­ir nýj­um for­merkj­um. ESA mun nú rann­saka þá þætti sem voru til skoðunar sem eldri rík­is­styrk, þ.e. rík­is­styrk sem hafi komið til áður en EES-samn­ing­ur­inn tók gildi. Jafn­framt kem­ur fram að ESA hafa ákveðið að opna rann­sókn á því sem kall­ast „nýr rík­is­styrk­ur“, þ.e. stuðning­ur rík­is til Íbúðalána­sjóðs í formi und­anþágu frá greiðslu rík­is­ábyrgðar­gjalds sem hafi komið til eft­ir að EES-samn­ing­ur­inn tók gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert