GSM sendum fjölgar

Voda­fo­ne hef­ur nú tekið í notk­un GSM senda  á Gunn­ólfs­vík­ur­fjalli, á Þórs­höfn á Langa­nesi, Viðarfjalli í Þistil­f­irði, á Raufar­höfn, Snart­arstaðanúpi á Mel­rakka­sléttu og við Tjör­nes­vita. GSM sam­band er því í fyrsta sinn komið á stærst­an hluta Tjör­ness og stór svæði á Mel­rakka­sléttu.

Veg­far­end­ur um Öxa­fjarðar­heiði geta einnig notað GSM síma á hluta heiðar­inn­ar en þar hef­ur fram til þessa ekki verið neitt GSM sam­band.

Þá hafa verið gang­sett­ir þrír send­ar á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, tveir í Arnar­f­irði og einn á Bíldu­dal. Send­arn­ir við Arn­ar­fjörð tryggja GSM sam­band við fjörðinn og upp á Hrafns­eyr­ar­heiði en send­ir­inn á Bíldu­dal þjón­ust­ar kaupstaðinn auk þess að ná vel upp á Hálf­dán – heiðina milli Bíldu­dals og Tálkna­fjarðar. Einnig er komið GSM sam­band á stóra hluta Dynj­and­is­heiðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert