Háspennurofi brann yfir í háspennustöð á Sauðárkróki í morgun. Slökkvilið var kallað til laust fyrir klukkan sjö og slökkti það í rofanum. Unnið er að viðgerð en hluti bæjarins er rafmagnslaus.
Rafmagnslaust var í Skagafirði frá miðnætti í nótt til klukkan sex vegna vinnu í tengivirkjun. Þegar rafmagn átti að vera komið á barst rafmagnsveitunni tilkynning um að enn væri það ekki komið á á hluta Sauðárkróks. Þegar rafmagnsveitan fór að kanna málið reyndist einn rofinn hafa brunnið yfir.