Hestakerra valt í Ölfusi

Hestakerran hafnaði á hvolfi utan vegar. Hrossið sakaði ekki.
Hestakerran hafnaði á hvolfi utan vegar. Hrossið sakaði ekki. Ljósmynd/Steinn Vignir Kristjánsson

Betur fór en á horfðist þegar hestakerra losnaði frá jeppa og valt utan vegar í Ölfusi, rétt austan við Ingólfshvol á núnda tímanum. Kerran hafnaði á hvolfi en hross sem í henni var sakaði þó ekki, að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Tildrög slyssins eru ekki kunn, að öðru leyti en því að kerran einfaldlega losnaði af dráttarkúlu jeppans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka