Krafla veldur óvissu

Fram­kvæmd­ir við fyr­ir­hugað ál­ver Alcoa á Bakka við Húsa­vík eru háðar ýms­um þátt­um. Þó að ritað hafi verið und­ir fram­lengda vilja­yf­ir­lýs­ingu um ál­verið í gær, er ekki þar með sagt að ál­verið muni rísa. Vænta má end­an­legr­ar ákvörðunar í lok árs 2009. Einn helsti óvissuþátt­ur­inn og það sem gæti tafið verkið er orku­öfl­un­in. Álver með fram­leiðslu­getu upp á 250 þúsund tonn á ári er með 400 MW orkuþörf og það afl er ekki enn allt sam­an í hendi.

Bor­an­ir og rann­sókn­ir á jarðhita­svæðum í Bjarn­ar­flagi og á Þeistareykj­um hafa lofað mjög góðu en mesta óviss­an er með Kröflu, á svæði sem nefnt hef­ur verið Krafla II. Þar hafa bor­an­ir gefið ófull­nægj­andi niður­stöður að mati Lands­virkj­un­ar. Kostnaður við rann­sókn­ir á þess­um þrem­ur svæðum er að nálg­ast fjóra millj­arða króna. Framund­an eru frek­ari bor­an­ir og mun Lands­virkj­un bjóða út bor­un á tíu hol­um í Bjarn­ar­flagi, Kröflu II og á Þeistareykj­um. Til viðbót­ar er gert ráð fyr­ir að bora 15 hol­ur á næsta og þarnæsta ári, ef með þarf. Kostnaður við hverja holu er að jafnaði um 300 millj­ón­ir króna þannig að á næstu tveim­ur árum gæti aðeins bor­un­in kostað sjö til átta millj­arða. Heild­ar­kostnaður við und­ir­bún­ing er þá kom­inn á ann­an tug millj­arða króna. Skipt­ist hann milli Lands­virkj­un­ar, Alcoa og heima­manna.

Sjálft ál­verið kem­ur til með að kosta Alcoa um 1,5 millj­arða doll­ara eða um 125 millj­arða króna á núviðri. Það er ekki svo langt frá kostnaðinum við ál­verið á Reyðarf­irði.

Ork­an ekki öll í hendi á Bakka

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert