Krafla veldur óvissu

Framkvæmdir við fyrirhugað álver Alcoa á Bakka við Húsavík eru háðar ýmsum þáttum. Þó að ritað hafi verið undir framlengda viljayfirlýsingu um álverið í gær, er ekki þar með sagt að álverið muni rísa. Vænta má endanlegrar ákvörðunar í lok árs 2009. Einn helsti óvissuþátturinn og það sem gæti tafið verkið er orkuöflunin. Álver með framleiðslugetu upp á 250 þúsund tonn á ári er með 400 MW orkuþörf og það afl er ekki enn allt saman í hendi.

Boranir og rannsóknir á jarðhitasvæðum í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum hafa lofað mjög góðu en mesta óvissan er með Kröflu, á svæði sem nefnt hefur verið Krafla II. Þar hafa boranir gefið ófullnægjandi niðurstöður að mati Landsvirkjunar. Kostnaður við rannsóknir á þessum þremur svæðum er að nálgast fjóra milljarða króna. Framundan eru frekari boranir og mun Landsvirkjun bjóða út borun á tíu holum í Bjarnarflagi, Kröflu II og á Þeistareykjum. Til viðbótar er gert ráð fyrir að bora 15 holur á næsta og þarnæsta ári, ef með þarf. Kostnaður við hverja holu er að jafnaði um 300 milljónir króna þannig að á næstu tveimur árum gæti aðeins borunin kostað sjö til átta milljarða. Heildarkostnaður við undirbúning er þá kominn á annan tug milljarða króna. Skiptist hann milli Landsvirkjunar, Alcoa og heimamanna.

Sjálft álverið kemur til með að kosta Alcoa um 1,5 milljarða dollara eða um 125 milljarða króna á núviðri. Það er ekki svo langt frá kostnaðinum við álverið á Reyðarfirði.

Orkan ekki öll í hendi á Bakka

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka