Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn

Sam­fylk­ing­in fengi átta full­trúa og meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur ef kosn­ing­ar færu fram nú. Þetta er niðurstaða skoðana­könn­un­ar sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ vann dag­ana 2.-22. júní fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Fylgi Sam­fylk­ing­ar mæl­ist 48,2%, en fylgi Sjálf­stæðis­flokks 29,2%, sem myndi skila flokkn­um fimm full­trú­um. VG fengi 17% fylgi og tvo full­trúa.

Í könn­un sem Capacent Gallup gerði í maí fékk Sam­fylk­ing­in 45% fylgi og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 27%.

Af þeim sem tóku af­stöðu vildu 53,7% fá Dag B. Eggerts­son sem borg­ar­stjóra, en 26,8% vildu fá Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, sem tók við sem odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins þegar fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar var hálfnuð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert