Samningur í höfn

00:00
00:00

Skrifað var und­ir sam­komu­lag flug­um­ferðar­stjóra og Flug­stoða hjá Rík­is­sátta­semj­ara á tí­unda tím­an­um í morg­un, eft­ir að fund­ur hafði staðið í sól­ar­hring sam­fleytt. Fel­ur samn­ing­ur­inn m.a. í sér 4,75% launa­hækk­un strax.

Báðir deiluaðilar kváðust sátt­ir við  niður­stöðuna. Samn­ing­ur­inn gild­ir til 31.októ­ber 2009 og fel­ur í sér sam­tals um 11% hækk­un.

Þor­geir Páls­son, for­stjóri Flug­stoða, sagði að allt flug myndi vænt­an­lega kom­ast strax í rétt horf, eða fljót­lega, en flug­um­ferðar­stjór­ar lögðu niður vinnu klukk­an sjö í morg­un, og átti stöðvun­in að gilda til ell­efu.

Full­trúi þeirra, Loft­ur Jó­hanns­son, sagði samn­ing­inn fela í sér 4,75% launa­hækk­un við und­ir­skrift, og þriggja pró­senta hækk­un í fe­brú­ar. Einnig væri í hon­um ákvæði um kennslu­álag, sem væri ætlað að leiða til fjölg­un­ar í stétt­inni til að draga mætti úr yf­ir­vinnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert