Samþykkt að auka heimildir til leiguíbúðalána

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í morg­un til­lögu fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra um aukn­ar heim­ild­ir til leigu­íbúðalána á al­menn­um markaði með al­menn­um láns­kjör­um.

Samþykkt var að veita Íbúðalána­sjóði heim­ild til veit­inga slíkra lána  fyr­ir fimm millj­arða króna. Þá var samþykkt að setja þau skil­yrði fyr­ir slík­um lán­um að fyr­ir liggi mat óháðra aðila á um­ræddu leigu­hús­næði. Einnig er gerð krafa um að eign­ir hafi náð fok­held­is­stigi til að vera láns­hæf­ar og að fyr­ir liggi þing­lýst­ur leigu­samn­ing­ur, sé um hús­næði sem áður hef­ur verið ætlað til einka­nota að ræða.

Þá er það skil­yrði sett að slík lán verði ekki veitt vegna eigna í sveit­ar­fé­lög­um þar sem sem leigu­íbúðir fjár­magnaðar af Íbúðalána­sjóði standa auðar.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu að heim­ild­in nái til leigu­íbúðalána á al­menn­um markaði vegna sölu­íbúða sem ekki selj­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert