Síminn setur upp GSM senda

Síminn.
Síminn. mbl.is/Kristinn

Sím­inn hef­ur sett upp nýj­ar GSM senda á Geita­fells­hnjúk, í Bárðar­dal og á Slór­felli á Möðru­dals­ör­æf­um. Jafn­framt hef­ur Sím­inn gert breyt­ing­ar á GSM sendi sín­um á Húsa­vík­ur­fjalli til að auka drægni henn­ar. Nú er lang­drægi stöðvar­inn­ar um 100km á haf út og nær núna þjón­ustu­svæðið norður fyr­ir Gríms­ey.


Í til­kynn­ingu frá Sím­an­um seg­ir að þess­ir nýju lang­drægu GSM send­ar séu viðbót við mikla upp­bygg­ingu sem ráðist hef­ur verið í á lands­byggðinni og á miðunum á und­an­förn­um mánuðum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert