Skógareldar í Marmaris

Frá Marmaris í dag
Frá Marmaris í dag mbl.is/Ásgeir Logi

Skógareldar blossuðu upp í Marmaris í Tyrklandi þar sem hópur Íslendinga er í fríi. Samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn er búið að slökkva eldana og ekkert amar að þeim Íslendingum sem þar eru á þeirra vegum. Var ýmsum brugðið enda hótel Íslendinganna nálægt þeim stað þar sem eldurinn kviknaði.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslendingum á staðnum kviknuðu eldar við aðalvatnagarðinn í Marmaris, Aqua Dream. Fararstjóri á vegum ÚÚ er búinn að fara á milli hótela og ræða við Íslendingana, en á milli 3-400 íslenskir ferðamenn eru á vegum ÚÚ í Marmaris. Ekkert amar að þeim en einhverjir þeirra voru færðir til á meðan slökkvilið náði tökum á eldunum.

Mjög heitt er í Marmaris eða um og yfir 40 gráður á Celsíus.

Frá Marmaris í dag.
Frá Marmaris í dag. mbl.is/Ásgeir Logi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert