Ungir jafnaðarmenn segi sig úr Samfylkingunni

Ungliðahreyfing Vinstri grænna (UVG) hefur sent frá sér ályktun þar sem liðsmenn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, eru hvattir til að endurskoða val sitt á flokki í ljósi nýjustu frétta af því að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi tekið virkan þátt í uppbyggingu frekari virkjana- og álversframkvæmda.

Í ályktuninni segir að með nýjustu undirritun viljayfirlýsingar álvers á Bakka og skóflustungu í Helguvík, þar sem ráðherrar Samfylkingarinnar hafi verið fremstir í flokki, hafi loforð flokksins um „Fagurt Ísland", endanlega verið svikin. Samfylkingin hafi lofað fyrir kosningar að slá „ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir lægi nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi  verið tryggð. Í ljósi nýjustu frétta sé hins vegar  ljóst að Ungum jafnaðarmönnum, sem lengi hafa lýst yfir andstöðu sinni við þessar framkvæmdir, sé er ekki lengur vært í sínum flokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert