Urriði át mink

Minkur en þó ekki sá sem var í maga urriðans
Minkur en þó ekki sá sem var í maga urriðans mbl.is/Arnaldur

Greint er frá því á fréttavefnum Flugufréttum að urriði hafi étið mink í heilu lagi. Upp komst um atvikið er Birgir Össurarson var að veiðum í Ljósavatni með dóttur sinni Hrund Nilimu Birgisdóttur, sem er sjö ára.

Þegar Birgir og Hrund skáru á maga stærsta urriðans sem þau veiddu, trúðu þau vart sínum eigin augum því þá blasti ómelt hræ af minkahvolpi við þeim. 

„Við höfum áður fengið urriða með ýmis konar varning í maganum, andarunga og þess háttar en aldrei minkahvolp. Afi hennar er minkabóndi og þótti honum þetta ótrúleg saga," segir Birgir í samtali við Flugufréttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka