„Á eftir að enda með slysi“

Byggingasvæðið í Grindavík
Byggingasvæðið í Grindavík Heiður

 „Þetta er tveggja hæða bygging og allt opið, þetta á bara eftir að enda með slysi,“ segir Heiður Sverrisdóttir, móðir í Grindavík, um byggingarsvæði við Dalbraut í bænum. „Þetta er ekkert girt af, það er engin girðing nema utan um byggingarkrana. Það standa steypustyrktarjárn upp úr byggingunni og timbur, járn og steypustyrktarmót liggja þarna á víð og dreif.“

Heiður er ósátt við hversu illa aðgengi er takmarkað að byggingarsvæðinu. „Ég er ósátt því við viljum auðvitað fyrirbyggja að krakkar hér í hverfinu verði fyrir tjóni.“ Byggingarfulltrúi bæjarins segist hafa komið tilmælum á framfæri við verktakann en honum hafa borist ábendingar frá íbúum um slælegan frágang. „Ég ræddi við hann áður en íbúar komu að máli við okkur og ég spurði hvort ekki væri ráðlegt að girða af svæðið,“ segir Sigmar Björgvin Árnason, byggingarfulltrúi Grindavíkur.

Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Grindar ehf. sem stendur að framkvæmdunum, segir þetta vera „venjulegt snyrtilegt byggingarsvæði“ og ekkert óvenjulegt við það. „Ef menn skoða önnur byggingarsvæði [til dæmis] í Reykjavík þá sjá þeir strax að frágangurinn hér er ekkert frábrugðinn því sem viðgengst annars staðar,“ segir Magnús. Aðspurður hvort gerðar hafi verið einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja tjón með því að reisa girðingu í kringum svæðið segir Magnús að á honum hvíli engin skylda til slíks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert