Barnvænir Þingeyingar

Það gæti verið að margir eigi eftir að ganga um …
Það gæti verið að margir eigi eftir að ganga um í Þingeyjarsýslu með barnavagna í vetur AP

Framsýn stéttarfélag hefur sett sér það markmið að stuðla að fjölgun Þingeyinga. Í því skyni hefur verið ákveðið að veita öllum gildum meðlimum sem eignast börn fæðingarstyrk upp á 50 þúsund krónur. Þannig fá hjón sem bæði eru í Framsýn 100 þúsund krónur og eignist sömu hjón þríbura þá fer styrkurinn upp í 300 þúsund krónur. Það getur því verið eftir nokkru að slægjast fyrir frjósama Þingeyinga.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir að ákvörðuninni hafi verið mjög vel tekið enda veiti ekki af að fjölga Þingeyingum og leggja fólki á barneignaraldri lið í þessum efnum. Í Framsýn eru um tvö þúsund manns og góður helmingur á barneignaraldri þannig að útgjöldin gætu orðið töluverð fyrir félagið ef vel gengur. Aðalsteinn segir félagið enn sem komið er ekki hafa þorað að leggjast í útreikning á mögulegum kostnaði.

„Þessu hefur verið vel tekið. Fljótlega hringdi í mig kona og spurði út í styrkinn. Hún sagðist hafa spurt bónda sinn strax, er hún heyrði tíðindin, hvort þau ættu ekki bara að ríða á vaðið. Ég sagði henni endilega að gera það, styrkurinn væri í hendi,“ segir Aðalsteinn og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert