Barnvænir Þingeyingar

Það gæti verið að margir eigi eftir að ganga um …
Það gæti verið að margir eigi eftir að ganga um í Þingeyjarsýslu með barnavagna í vetur AP

Fram­sýn stétt­ar­fé­lag hef­ur sett sér það mark­mið að stuðla að fjölg­un Þing­ey­inga. Í því skyni hef­ur verið ákveðið að veita öll­um gild­um meðlim­um sem eign­ast börn fæðing­ar­styrk upp á 50 þúsund krón­ur. Þannig fá hjón sem bæði eru í Fram­sýn 100 þúsund krón­ur og eign­ist sömu hjón þríbura þá fer styrk­ur­inn upp í 300 þúsund krón­ur. Það get­ur því verið eft­ir nokkru að slægj­ast fyr­ir frjó­sama Þing­ey­inga.

Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar, seg­ir að ákvörðun­inni hafi verið mjög vel tekið enda veiti ekki af að fjölga Þing­ey­ing­um og leggja fólki á barneign­ar­aldri lið í þess­um efn­um. Í Fram­sýn eru um tvö þúsund manns og góður helm­ing­ur á barneign­ar­aldri þannig að út­gjöld­in gætu orðið tölu­verð fyr­ir fé­lagið ef vel geng­ur. Aðal­steinn seg­ir fé­lagið enn sem komið er ekki hafa þorað að leggj­ast í út­reikn­ing á mögu­leg­um kostnaði.

„Þessu hef­ur verið vel tekið. Fljót­lega hringdi í mig kona og spurði út í styrk­inn. Hún sagðist hafa spurt bónda sinn strax, er hún heyrði tíðind­in, hvort þau ættu ekki bara að ríða á vaðið. Ég sagði henni endi­lega að gera það, styrk­ur­inn væri í hendi,“ seg­ir Aðal­steinn og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka