Buðu 66.666.666 kr.

Unnið að malbikun í Hafnarfirði
Unnið að malbikun í Hafnarfirði mbl.is/Þorkell

Segja má að nettur Hafnarfjarðarbrandari hafi verið á ferðinni á dögunum er verktakafyrirtækið Klæðning bauð í gatnagerð og lagnir við Fluguskeið í Hafnarfirði, þar sem verið er að stækka hesthúsabyggðina.

Tvö tilboð bárust, annað frá fyrirtækinu Magna upp á 71,5 milljónir króna en hitt var frá Klæðningu og reyndist nokkrum milljónum lægra. Svipur kom á starfsmenn framkvæmdasviðs bæjarins er þeir opnuðu umslagið frá Klæðningu og sáu töluna 66 milljónir, 666 þúsund og 666 krónur!

Spurður hvað sætti þessu daðri við þann í neðra sagði Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri Klæðningar, að þetta hefði bara verið heiðarleg tilraun tilboðshöfunda til að vera eilítið fyndnir svona í sumarbyrjun.

Fyndnin kom Klæðningu ekki í koll því fyrirtækið fékk verkið hjá Hafnarfjarðarbæ, enda tilboðið nokkuð undir kostnaðaráætlun sem var rúmar 77 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert