Ekki ákært í kattarmáli

Það amar ekkert að þessari kisu sem sprangar um í …
Það amar ekkert að þessari kisu sem sprangar um í miðbænum mbl.is/Ómar

Ekki verður gefin út ákæra í máli kattar sem lögreglan á Akranesi fann innilokaðan í fjölbýlishúsi í apríl. Læðan, sem hafði verið ein um langan tíma, var nær dauða en lífi þegar hún fannst og þurfti að aflífa hana í framhaldinu.

„Þarna var misskilningur milli aðila sem voru að skilja,“ segir Ólafur Þ. Hauksson, sýslumaður á Akranesi. Hann segir að kötturinn hafi lent í skilnaði eigenda sinna og hafi þeir hvor um sig talið að hinn aðilinn hefði tekið köttinn. Þá þætti þeim afar leitt hvernig fór.

„Þetta var slys,“ segir Ólafur, sem telur það ekki hafa verið ásetning að fara illa með dýrið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka