„Hélt fyrst að þetta væri ísbjörn“

Sveppurinn góði í Hörgárdalnum
Sveppurinn góði í Hörgárdalnum mbl.is/Hjálmar

Við bæinn Þríhyrning í Hörgárdal er líklegast að finna stærstu sveppi landsins. Þetta eru sveppir af tegundinni Jötungímu sem vex á fjórum stöðum á landinu.

Stærsti sveppurinn er 55 sentímetrar í þvermál og rúmir þrjátíu á hæðina og það var ekki laust við að Sindri Jóhannesson, sonur Jóhannesar Gísla Pálmasonar ábúanda, hitti naglann á höfuðið, þegar hann segir við blaðamann: „Ég hélt fyrst að þetta væri ísbjörn.“

Að sögn Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðings hefur verið vitað af sveppnum á þessum slóðum um nokkurn tíma, en í ár er hann bæði óvenjustór og óvenjusnemma á ferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert