Öðru vísi stemning

Skipulag hátíðahalda á Akureyri um verslunarmannahelgi hefur undanfarin ár valdið nokkrum úlfaþyt. Nú verður farin sú leið, að ráðinn hefur verið sérstakur skipuleggjandi fyrir helgina, Margrét Blöndal útvarpskona.

Eitt af því sem valdið hefur hvað mestum deilum var sú ákvörðun bæjaryfirvalda að meina ungu fólki að nota tjaldstæðin í bænum, en Margrét segir að farið verði yfir tjaldstæðismálin.

Ennfremur lofar hún því að í ár verði öðru vísi stemning á hátíðinni en undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert