Olíuverð minnkar veiði

Frá Reykjaneshrygg
Frá Reykjaneshrygg mbl.is/Landhelgisgæslan

Hátt olíuverð veldur því að mun minna er nú veitt af úthafskarfa á Reykjaneshrygg en á sama tíma í fyrra. Í gær var ekkert íslenskt skip á karfaveiðum á Reykjaneshrygg samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni en aftur á móti voru þar 20 erlend skip, 15 rússnesk, þrjú spænsk og tvö færeysk.

„Hún hefur verið mjög döpur,“ segir Birkir Hjálmarsson, rekstrarstjóri togara hjá HB Granda, um karfavertíðina en þrjú skip fyrirtækisins hafa veitt 3.100 tonn það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra höfðu 5.767 tonn veiðst. „Miðað við fyrri ár er þetta það slakasta sem við höfum séð,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

„Olían hefur þau áhrif að menn hafa minni þolinmæði og þurfa að hafa meira í veiðum til að geta enst í þeim,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Spurður um erlendu skipin bendir hann á að þau hljóti olíustyrki.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert