Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta

Víða er gróður orðinn mjög þurr í veðurblíðunni
Víða er gróður orðinn mjög þurr í veðurblíðunni Mbl.is/ Kristinn

„Það er allt skraufþurrt í Flóanum. Þetta er búið að vera svona í mörg ár. Mér fannst jarðvatnið minnka rosalega eftir jarðskjálftann 2000 og ekki hefur þetta lagast núna. Það hafa opnast sprungur í hrauninu. Það hefur snjóað svo lítið undanfarin ár að grunnvatnsstaðan er lág og skurðir tómir um allan Flóann,“ segir Ólafur Snorrason, áveitustjóri Flóaáveitunnar, sem sér um vatnsmiðlun til bænda í sveitinni.

„Þetta er svona um land allt. Ég rek hérna Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og við erum með marga jarðbora og förum víða um land að bora eftir vatni. Í fyrrasumar [...] voru víða að þrjóta vatnsból sem aldrei er vitað til að hafi þrotið áður.

Það hefur ekkert snjóað að ráði í mörg ár og það er fyrst og fremst breyttu veðurfari um að kenna að þetta er að verða svona. Flóahreppur [...] er að vinna í að fá vatn annars staðar frá. Bændur hafa aldrei séð svona lága grunnvatnsstöðu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert