Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að tvö ný álver séu andstæð stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum. „Það liggur algjörlega fyrir. Stefnumörkun stjórnvalda til 2050 er um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um 50 til 75 prósent,“ segir hún og bætir við: „Við erum í afar miklum og flóknum samningaviðræðum á alþjóðavettvangi um loftslagssamninginn og hvað tekur við eftir 2012. Það eina sem við vitum örugglega er að það verður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda og að greiða þarf fyrir heimildir á þær á markaði.“

Ósammála Össuri

Þórunn segist ósammála þeirri skoðun Össurar Skarpshéðinssonar iðnaðarráðherra að íslendingar muni ná þeim skilningi alþjóðasamfélagsins að álver á Íslandi séu umhverfisvænni en álver sem knúin eru með kolum í viðræðum um lofslagssamninginn. „Það er hans skoðun. Ég met stöðuna með allt öðrum hætti í alþjóðasamfélaginu,“ segir hún.

Í samstarfi við stóriðjuflokk

Þórunn viðurkennir að í landsfundarsamþykkt Samfylkingarinnar sé boðað ákveðið stóriðjuhlé. „Það er stefna Samfylkingarinnar. Við erum hins vegar í ríkisstjórnarsamstarfi með stóriðjuflokki sem heitir Sjálfstæðisflokkur. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er alveg skýrt um hvaða verkefni við höfum sameinast á þessu sviði,“ segir hún. Þórunn segist hvorki styðja uppbyggingu álvers á Bakka, í Helguvík né annars staðar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert