Mjólkurlamb kynnt matgæðingum

Mjólkurlamb
Mjólkurlamb mbl.is/Frikki

Vald­ir mat­gæðing­ar fengu að smakka á mjólk­ur­lambi í Veislut­urn­in­um í Kópa­vogi í fyrra­kvöld og lýstu þeir yfir mik­illi ánægju með kjötið, að sögn Óskars Finns­son­ar mat­reiðslu­meist­ara sem stefn­ir að því að vera með mjólk­ur­lamb á mat­seðlin­um að ári.

Óskar bend­ir á að mjólk­ur­lömb séu ekki al­geng á Íslandi vegna þess að bænd­ur fái mjög lít­inn pen­ing fyr­ir þau, en þau þyki herra­manns­mat­ur víða eins og til dæm­is á Norður-Spáni, í Suður-Frakklandi, Grikklandi og Tyrklandi. Þetta sé allt annað en hefðbundið lamba­kjöt og rétt­irn­ir öðru­vísi. Vilji menn læri fái þeir til dæm­is heilt læri á disk­inn. Í fyrra­kvöld hafi hann boðið upp á fjög­ur fjög­urra vikna göm­ul lömb og hafi skrokk­arn­ir vegið um 3,7 til 4,2 kg.

„Þetta var ofboðslega mjúkt og safa­ríkt kjöt,“ seg­ir Óskar og bæt­ir við að viðtök­urn­ar hafi verið mjög góðar. Kjötið hafi verið mat­reitt með ýms­um hætti, en mesta ánægj­an hafi verið með ein­föld­ustu mat­reiðsluna. „Þetta er viðbót sem þarf og við brost­um hring­inn þegar við geng­um út.“

Óskar tel­ur að mjólk­ur­lambið eigi eft­ir að slá í gegn og hyggst verða sér úti um um 200 lömb næsta vor. steint­hor@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert