Strætó fækkar vögnunum um 32

Sverrir Vilhelmsson

„Farþegafjöldi hefur dregist saman um 50% yfir sumarið árum saman. Ekki aðeins vegna skólaslita heldur einnig vegna þess að sumarleyfi eru tiltölulega löng hjá vinnandi fólki,“ segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá Strætó bs.

Fyrirtækið tók nýlega 32 strætisvagna af númerum og breytti ferðatíðni leiða 1, 2, 3, 4 og 6 og 11, 12, 14 og 15 úr 15 í 30 mínútur.

Er sú aðgerð hluti af sumaráætlun fyrirtækisins. Síðasta sumar var slík áætlun fyrst tekin upp og vögnum fækkað jafnt hjá undirverktaka og fyrirtækinu sjálfu en þeir samningar sem Strætó hefur við verktaka núna eru þannig að það er hagkvæmara að fyrirtækið beri þungann af fækkuninni, að sögn Einars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka