Tekinn á 134 km hraða á Reykjanesbrautinni

Frá Reykjanesbraut
Frá Reykjanesbraut mbl.is/RAX

Eftir hádegið í dag voru fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni.  Sá er hraðast ók mældist á 134 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Fjórir ökumenn voru kærðir í morgun fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni, þar sem vegaframkvæmdirnar við Grindavíkurveg eru.  Hámarkshraðinn þar er 50 km/klst og sá er hraðast ók mældist á 91 km/klst.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun.  Þeir voru báðir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.  Þá var ökumaður kærður í Reykjanesbæ fyrir það að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert