Sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) var haldin helgina 28.-29. júní s.l. og voru um 570 hundar af 84 tegundum skráðir til leiks ásamt rúmlega 30 ungum sýnendum.
Besti hvolpur dagsins í yngri flokki á laugardegi var amerískur cocker spaniel, Æsku Ice Cube. Eigandi hans er Ásta Arnardóttir.
Á sunnudegi sigraði þýski fjárhundurinn Kolgrímu Blade Hólm yngri hvolpaflokk en eigandi hans er Gísli V. Gunnarsson.
Besti öldungur sýningar var af tegundinni enskur cocker spaniel, INTUCH ISCH Bjarkeyjar Eir. Eigandi hennar er Inga B. Gunnarsdóttir.
Í yngri flokki ungra sýnanda, 10-13 ára, varð Erna Sigríður Ómarsdóttir hlutskörpust en hún sýndi papillon.