Ákvörðun um þyrlur ógild

Ákvörðun umhverfissviðs Reykjavíkur um að öll starfsemi Þyrluþjónustunnar í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli skyldi stöðvuð hefur verið felld úr gildi af úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Forsaga málsins er sú að lengi höfðu borist kvartanir frá íbúum í Skerjafirði vegna hávaða sem fylgdi þyrluumferð. Umhverfissvið Reykjavíkur þrýsti á rekstraraðila flugvallarins, Flugstoðir, um úrbætur og tók í janúar ákvörðun um að krefjast þess að öll starfsemi Þyrluþjónustunnar yrði stöðvuð.

Úrskurðarnefndin komst að því að umhverfissvið hefði ekki gætt meðalhófs í ákvörðun sinni auk þess sem meginreglur stjórnsýsluréttar um tilkynningarskyldu, andmælarétt og fulla rannsókn málsins hefðu verið virtar að vettugi við meðferð málsins. Því taldi nefndin að fella yrði ákvörðunina úr gildi. andresth@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert