Bandalag háskólamanna lýsir yfir stuðningi við kröfur Ljósmæðrafélags Íslands í kjaradeilu þeirra við samninganefnd ríkisins. Ljósmæður, sem eiga að baki 6 ára háskólanám, standa höllum fæti gagnvart öðrum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun og gera kröfu um leiðréttingu á því.
Í tilkynningu frá BHM kemur fram að eitt meginmarkmiða BHM er að menntun sé metin að verðleikum til launa. Kröfur ljósmæðra snúast um sanngjarna launaröðun miðað við menntun.